Engin undanþága frá veðrinu

Féð verður réttað í þremur hollum í Miðfjarðarréttum í ár. …
Féð verður réttað í þremur hollum í Miðfjarðarréttum í ár. Einn til níu menn fá að mæta frá hverjum bæ. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrstu fjár­rétt­ir hausts­ins verða á föstu­dag og réttað verður á all­nokkr­um stöðum um helg­ina. Fyrstu gangna­menn eru farn­ir af stað.

Göng­ur og þó sér­stak­lega rétt­ir verða með öðru sniði en venju­lega vegna sam­komutak­mark­ana og sótt­varna. Til að mynda eru rétt­irn­ar ein­göngu fyr­ir bænd­ur og starfs­fólk þeirra en ekki fyr­ir gesti.

„Það eru svo leiðin­leg­ar aðstæður núna að maður hef­ur aldrei lent í öðru eins,“ seg­ir Rafn Bene­dikts­son á Staðarbakka í Miðfirði, formaður fjallskila­stjórn­ar Miðfirðinga, í Morg­un­blaðinu í dag. Hann hef­ur tekið þátt í að skipu­leggja göng­ur und­an­farn­ar vik­ur með þeim hætti að það stand­ist kröf­ur yf­ir­valda en seg­ir að regl­urn­ar hafi verið að breyt­ast og þurft hafi að vinna skipu­lagið upp á nýtt.

Fyrstu gangna­menn Miðfirðinga fóru af stað síðdeg­is í gær, tveim­ur dög­um fyrr en vana­lega. Ekki er hægt að koma öll­um gangna­mönn­um fyr­ir í skála og því fóru níu menn til leit­ar á Núps­heiði en venju­lega fer 21 maður í þá leit. Rafn tel­ur að menn­irn­ir geti leyst verk­efnið.

Fyrstu rétt­irn­ar verða á föstu­dag, meðal ann­ars í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu og á Síðu. Um helg­ina verður réttað víða, meðal ann­ars á nokkr­um stöðum í Húna­vatns­sýsl­um, Eyjaf­irði, Mý­vatns­sveit og á Vest­ur­landi. Réttað verður í Miðfjarðarrétt á laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka