Flugfreyjur í 75% starf næstu 8 mánuði

Frá miðjum síðasta mánuði hafa all­ir sem til lands­ins koma …
Frá miðjum síðasta mánuði hafa all­ir sem til lands­ins koma þurft að fara í tvö­falda skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni með fimm daga sótt­kví þar á milli. mbl.is/Árni Sæberg

Flug­freyj­ur og flugþjón­ar Icelanda­ir munu fara í 75% starfs­hlut­fall næstu átta mánuði. Þetta seg­ir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fé­lags­ins, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is. Ákvörðunin var tek­in á fundi Icelanda­ir og Flug­freyju­fé­lags Íslands í síðustu viku. 

„Í síðustu viku [voru] haldn­ir fund­ir með flug­freyj­um og flugþjón­um til að ræða mögu­leg­ar leiðir til að bregðast við þeim sam­drætti sem nú blas­ir við vegna hertra ferðatak­mark­ana á landa­mær­um hér á landi,“ skrif­ar Ásdís. 

„Ein­róma samstaða“

Frá miðjum síðasta mánuði hafa all­ir sem til lands­ins koma þurft að fara í tvö­falda skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni með fimm daga sótt­kví þar á milli. Farþegum sem koma hingað til lands hef­ur fækkað í kjöl­far þess að regl­urn­ar tóku gildi. 

Í kjöl­far fund­ar­ins „náðist ein­róma samstaða í hópn­um og í góðu sam­starfi við Flug­freyju­fé­lag Íslands um að bregðast í sam­ein­ingu við þess­ari stöðu og koma í veg fyr­ir hópupp­sagn­ir með því að flug­freyj­ur og flugþjón­ar fari í 75% af fyrra starfs­hlut­falli næstu 8 mánuði“, seg­ir í svar­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert