Fundað vegna kæranna

Starfsmenn funduðu í gær vegna kæra sem borist hafa á …
Starfsmenn funduðu í gær vegna kæra sem borist hafa á hendur ellefu starfsmanna miðilsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfs­menn Rík­is­út­varps­ins funduðu í gær vegna kæru Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV, í til­efni meintra brota þeirra gegn siðaregl­um RÚV. Beðið er úr­sk­urðar siðanefnd­ar­inn­ar sem enn er óskipuð.

Í siðaregl­um RÚV seg­ir að út­varps­stjóri skuli skipa formann siðanefnd­ar og formaður skuli upp­fylla starfs­geng­is­skil­yrði héraðsdóm­ara, en starfs­manna­sam­tök Rík­is­út­varps­ins skipi einn nefnd­ar­mann og Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands skipi einn nefnd­ar­mann.

Þurfa að upp­fylla hæfis­skil­yrði

Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára, í sam­ræmi við siðaregl­ur RÚV, en vegna end­ur­skoðunar siðareglna, sem staðið hef­ur yfir frá síðasta ári, hef­ur því ekki verið end­ur­skipað í nefnd­ina.

Seg­ir í siðaregl­um að þegar fram komi kæra fyr­ir brot á siðaregl­um geti nefnd­in að auki, eft­ir eðli máls, kallað til sér­fróðan aðila til ráðgjaf­ar og upp­lýs­ing­ar en viðkom­andi hef­ur ekki at­kvæðis­rétt. 

Sam­kvæmt siðaregl­un­um mega nefnd­ar­menn þó ekki fjalla um kæru ef þeir upp­fylla ekki hæfis­skil­yrði 3. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/​1993.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert