Kemur Isavia ekki á óvart

Það er ekki margt um manninn í Leifsstöð þessa dagana. …
Það er ekki margt um manninn í Leifsstöð þessa dagana. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi af­lýstra flug­ferða kem­ur Isa­via ekki á óvart og er í takt við vænt­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far breyttra sótt­varn­a­reglna á landa­mær­um. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hef­ur Icelanda­ir af­lýst meiri­hluta flug­ferða fé­lags­ins til og frá land­inu í dag og á morg­un.

„Þetta kem­ur okk­ur hjá Isa­via ekki á óvart. Þetta er í takt við okk­ar vænt­ing­ar. Það hafa reynd­ar fleiri flug­fé­lög af­lýst ferðum eins og áður hef­ur komið fram,“ seg­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í sam­tali við mbl.is. 

Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un að með því að af­lýsa flug­ferðum sé flug­fé­lagið að bregðast við breytt­um sótt­varn­a­regl­um á landa­mær­un­um.

Frá miðjum síðasta mánuði hafa all­ir sem til lands­ins koma þurft að fara í tvö­falda skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni með 5 daga sótt­kví þar á milli. Það hef­ur orðið til þess að mun færri koma hingað til lands en áður. 

Isa­via sagði upp 133 starfs­mönn­um í síðustu viku og sagði Frí­höfn­in, dótt­ur­fé­lag Isa­via, upp 62 starfs­mönn­um á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka