„Mun meira hefði þurft til“

Frá kynningarfundi hjúkrunarfræðinga í júní.
Frá kynningarfundi hjúkrunarfræðinga í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga tel­ur niður­stöðu gerðardóms mik­il von­brigði. Hún taki ekki mið af ýms­um rök­um sem fram komi í grein­ar­gerð dóms­ins, sem nýta hefði mátt til þess að bæta launa­setn­ingu hjúkr­un­ar­fræðinga og hækka um­tals­vert laun þess­ar­ar mik­il­vægu kvenna­stétt­ar inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Gerðardóm­ur­inn úr­sk­urðaði í gær að ríkið skuli leggja Land­spít­al­an­um til aukna fjár­muni sem ráðstafa á til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræðinga á grund­velli stofn­ana­samn­ings, alls 900 millj­ón­ir króna á ári frá 1. sept­em­ber 2020 til loka gild­is­tíma kjara­samn­ings aðila. Í þess­ari fjár­hæð felst heild­ar­viðbót­ar­fram­lag til spít­al­ans að meðtöld­um launa­tengd­um gjöld­um. 

Þá skal ríkið á sama hátt leggja öðrum heil­brigðis­stofn­un­um sín­um sem hafa al­menna hjúkr­un­ar­fræðinga í þjón­ustu sinni til aukna fjár­muni sem skal ráðstafað á grund­velli stofn­ana­samn­inga. Alls skal til viðbót­ar nú­ver­andi fjár­veit­ing­um leggja stofn­un­um til sem nem­ur 200 millj­ón­um króna á ári frá 1. sept­em­ber 2020 til loka gild­is­tíma kjara­samn­ings aðila.

Van­met­in kvenna­stétt

„Í grein­ar­gerð gerðardóms kem­ur meðal ann­ars fram að vís­bend­ing­ar séu um að hjúkr­un­ar­fræðing­ar séu van­met­in kvenna­stétt þegar kem­ur að launa­setn­ingu. Sömu­leiðis að ekki sé verið að greiða hjúkr­un­ar­fræðing­um laun í sam­ræmi við ábyrgð í starfi.

Niðurstaða gerðardóms er að ríkið veiti heil­brigðis­stofn­un­um sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar starfa á fjár­magn til end­ur­skoðunar á stofn­ana­samn­ing­um hjúkr­un­ar­fræðinga,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Útfærsla á niður­stöðu gerðadóms sé nú í hönd­um stjórn­enda heil­brigðis­stofn­ana í sam­vinnu við Fíh með út­færslu inn­an stofn­ana­samn­inga. Mik­il­vægt sé að sú vinna gangi fljótt og ör­ugg­lega.

Fjár­hæðin dugi ekki til að leiðrétta laun­in

„Með þessu hef­ur gerðardóm­ur ýtt verk­efn­inu til baka í nærum­hverfið á stofn­un­um. Rúm­lega einn millj­arður, sem er fjár­hæð með launa­tengd­um gjöld­um, mun deil­ast á nærri 2.700 hjúkr­un­ar­fræðinga sem starfa hjá rík­inu.

Fjár­hæðin dug­ir ekki til þess að leiðrétta laun van­met­inn­ar kvenna­stétt­ar til sam­ræm­is við aðrar viðmiðun­ar­stétt­ir eða tryggja að hjúkr­un­ar­fræðing­ar fái laun í sam­ræmi við ábyrgð í starfi.

Stór hluti af fjár­magn­inu er auk þess þegar bund­inn í að tryggja þau sér­tæku úrræði sem  ein­staka stofn­an­ir hafa gripið til síðustu ár.

Mun meira hefði þurft til og harm­ar stjórn Fíh að gerðardóm­ur hafi ekki stigið það mik­il­væga skref að leiðrétta laun hjúkr­un­ar­fræðinga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert