Rannsókn á brunanum miðar vel

Rannsókn brunans á Bræðraborgarstíg miðar vel.
Rannsókn brunans á Bræðraborgarstíg miðar vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á elds­voða sem varð við Bræðra­borg­ar­stíg í júlí miðar vel, að sögn Mar­geirs Sveins­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns. 

„Enn er verið að bíða niðurstaðna ým­issa rann­sókna sem fram hafa farið vegna þessa máls,“ seg­ir Mar­geir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Karl­maður á sjö­tugs­aldri hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan brun­inn varð og var í ág­úst úr­sk­urðaður af dóm­stól­um í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald fram til 8. sept­em­ber en gæslu­v­arðhalds­ins var óskað á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. 

Þrír lét­ust í brun­an­um og er málið rann­sakað sem mann­dráp af ásetn­ingi. Sá sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi gæti því átt yfir höfði sér ævi­langa fang­elsis­vist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka