Einhugur um að vinna málið vel

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar, segir að óvarlegt sé að segja að einhugur ríki um efnisatriði frumvarps fjármálaráðherra til fjáraukalaga, er snúa að ríkisábyrgð fyrir Icelandair, en þau voru rædd á fjarfundi fjárlaganefndar í gærmorgun.

„En það er sannarlega einhugur meðal nefndarmanna um að vinna þetta mál vel svo tryggja megi hag almennings og skattgreiðenda í þessu máli,“ segir Willum.

Hann bætir við að vinna síðustu daga hafi snúið að því fyrst og fremst að safna gögnum og umsögnum um málið svo hægt sé að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um málið. Þannig hafi nefndin fengið gesti til sín á fundinn til að lýsa skoðun sinni á málinu.

Willum vonast til þess að málið klárist á fundi nefndarinnar í dag, en ekki hefur formlega verið boðað til hans. Hann segir alla nefndarmenn skilja mikilvægi þess að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. Almenningur í landinu og efnahagur landsins væri illa staddur ef félagið færi í þrot. Þetta segir Willum að allir nefndarmenn skilji vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert