Minna framboð á mjólkurkvóta en reiknað var með

Kýr í flóanum.
Kýr í flóanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minna framboð var á mjólkurkvóta á fyrsta tilboðsmarkaði nýs framleiðsluárs en reiknað hafði verið með. Flestir sem vildu kaupa buðu hámarksverð og koma innan við 4.000 lítrar í hlut hvers og eins, nema hvað nýliðar fá heldur meira.

Lítil viðskipti hafa orðið með mjólkurkvóta á fyrri tilboðsmörkuðum. Talið var að verðið væri of lágt til þess að bændur, sem eru að hugsa um að minnka við sig eða hætta, vildu stíga skrefið.

Á síðasta markaði ákvað landbúnaðarráðherra að hámarksverð yrði tvöfalt afurðastöðvaverð en nú var ákveðið að það yrði þrefalt, 294 krónur á lítra, og myndi verða við það mark áfram.

Tilboðsmarkaðurinn í fyrradag var sá fyrsti með þessu hámarksverði. 209 tilboð bárust og var óskað eftir kaupum á 9,8 milljón lítrum. Aðeins 13 tilboð bárust um sölu á greiðslumarki. Niðurstaðan varð að 845 þúsund lítrar skiptu um hendur sem er innan við 9% af þörfinni. Jafnvægisverðið reyndist 294 krónur enda voru 206 kauptilboð á hámarksverði, að því er fram kemur í umfjöllun um mjólkurkvótann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert