Óska eftir endurskoðun samninga

Listamenn syngja fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Listamenn syngja fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.

Sjómannadagsráð hefur óskað eftir endurskoðun á samningi þess við Garðabæ um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar. Hrafnista hefur rekið heimilið frá 2017 og fengið framlög frá Garðabæ vegna tapreksturs.

Hrafnista hefur ekki náð að stöðva tapreksturinn og óskar því eftir áframhaldandi framlögum og endurskoðun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ísafold tók til starfa á árinu 2013 með samningum Garðabæjar við ríkið. Bærinn byggði húsið og leigir ríkinu, samkvæmt svokallaðri leiguleið. Fljótt kom í ljós að daggjöld sem ríkið ákvarðar og greiðir dugðu ekki til að standa undir rekstri samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru af sömu yfirvöldum og sagði Garðabær upp samningum við ríkið.

Ekki náðust samningar um yfirfærsluna en Garðabær samdi við sjómannadagsráð um að Hrafnista tæki við rekstrinum en stofnunin rekur mörg hjúkrunarheimili. Voru bundnar vonir við að hægt yrði að snúa rekstrinum við innan þeirrar einingar. Samið var um að Garðabær myndi greiða hluta tapreksturs fyrstu árin. Annars vegar með því að láta fullt húsnæðisgjald, 46 milljónir á ári, renna til rekstursins fyrstu þrjú árin og hins vegar með sérstöku 24 milljóna króna framlagi til að jafna tap, meðal annars vegna mismunandi launakjara starfsfólks Garðarbæjar og Hrafnistu, einnig fyrstu þrjú árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert