Skjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á …
Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is

Klukkan 22:53 í gærkvöldi varð jarðskjálfti af stærð 3,0 rétt vestan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Virknin á Reykjanesskaga heldur áfram og mældust yfir 2.100 jarðskjálftar þar.

Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 26. ágúst kl. 16:15, 4,2 að stærð við Fagradalsfjall og fannst hann á stórum hluta á suðvesturhorni landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert