ÞG verktakar buðu lægst í framkvæmdir á Alþingi

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang skrifstofubyggingar Alþingis voru opnuð í dag. Fjögur tilboð bárust, en útboð var gert á EES-svæðinu. Mjótt var á mununum á milli bjóðenda, en ÞG verktakar buðu lægst í bæði verkin. 

Útboðið var auglýst í lok júní, gögn afhent 1. júlí og skiluðu fjögur verktakafyrirtæki inn tilboðum, að því er segir í tilkynningu frá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Kostnaðaráætlun FSR hljóðar upp á rúma 3,2 milljarða króna. 

Útboðið tók til framkvæmda við jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar- og lóðarfrágangs hússins. Hönnun þess byggist á samkeppnistillögu Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun hússins. Aðilar hönnunarteymis eru Studio Granda og EFLA.

Byggingin verður skrifstofu- og þjónustuhús Alþingis og mun standa við horn Tjarnargötu og Vonarstrætis. Fyrirhuguð nýbygging (grunnhús á fjórum hæðum ásamt 5. hæð og kjallara) er um 6.362 m2 að stærð og þar af er bílakjallari um 1.300 m2.

Tilboðin verða tekin til skoðunar hjá FSR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka