Var fastur í sandi í fleiri klukkustundir

Sandvatn á Haukadalsheiði.
Sandvatn á Haukadalsheiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan 22 í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sand við Sandvatn á Haukadalsheiði við Langjökul. Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús um klukkan þrjú í nótt. 

Rúv greindi fyrst frá málinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hitastig um þrjár gráður og maðurinn því orðinn kaldur og hrakinn, en hann sat fastur í sandinum í um fimm klukkustundir. Sandurinn náði manninum upp að mitti og þurfti því að gera ráðstafanir við björgunina til að huga að blóðflæði. Talsverðan tíma tók að staðsetja manninn og vandasamt reyndist að komast að honum. 

Sandvatn við Langjökul.
Sandvatn við Langjökul. map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert