Víðir í veikindaleyfi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, er kom­inn í leyfi frá störf­um vegna veik­inda. Í sam­tali við mbl.is grein­ir hann frá því að fjar­lægja þurfti úr hon­um botn­lang­ann á mánu­dag.

„Ég byrjaði að finna fyr­ir þessu í frí­inu um dag­inn. Svo versnaði þetta núna um helg­ina og á sunnu­dag var ákveðið að skera hann úr,“ seg­ir Víðir, en RÚV greindi fyrst frá.

Spurður hvort hon­um líði bet­ur að aðgerðinni lok­inni kveður hann já við.

„Þetta er allt að koma. Gott að vera laus við þetta,“ seg­ir Víðir létt­ur í bragði. Lækn­ar hafi ráðlagt hon­um um sjö til fjór­tán daga hvíld, og þeim boðum muni hann hlýða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert