115 milljarða halli á ríkissjóði

mbl.is/Arnþór

Upp­gjör rík­is­sjóðs fyr­ir fyrri helm­ing árs­ins 2020 ligg­ur fyr­ir. Rekstr­araf­koma tíma­bils­ins er nei­kvæð um 115 millj­arða kr. sem er 37 millj­örðum kr. lak­ari af­koma en gert var ráð fyr­ir.

Þetta kem­ur fram á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins. 

Fram kem­ur, að tekj­ur tíma­bils­ins án fjár­muna­tekna hafi numið 350 millj­örðum sem er um 38 millj­örðum lægra en áætl­un gerði ráð fyr­ir. Þar af skýri ákvörðun um auk­inn gjald­frest á skil­um op­in­berra gjalda að 11 millj­arða skatt­tekj­ur sem ann­ars hefðu verið greidd­ar á fyrri hluta árs falla til síðar. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga sé 12 millj­örðum lægri en áætl­un gerði ráð fyr­ir, virðis­auka­skatt­ur 13 millj­örðum und­ir áætl­un og trygg­inga­gjald 6 millj­örðum lægri en áætl­un.

Gjöld tíma­bils­ins fyr­ir fjár­magnsliði eru 442 milljaðar sem er tæp­um ein­um millj­arði lægra en áætl­un. Ýmsum út­gjöld­um vegna efna­hags­áhrifa Covid-19 hef­ur verið mætt með aukn­um fjár­heim­ild­um á fjár­auka­lög­um.

Tekið er fram, að mestu um­fram­gjöld tíma­bils­ins séu í bót­um vegna fé­lags­legr­ar aðstoðar og í sér­hæfðri sjúkra­húsþjón­ustu, rúm­lega 2 millj­arðar í hvor­um mála­flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert