Bitnar á lánskjörum

Niðursveiflan gæti kallað á afskriftir af fyrirtækjalánum.
Niðursveiflan gæti kallað á afskriftir af fyrirtækjalánum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Versnandi efnahagshorfur eru farnar að hafa áhrif á lánskjör til fyrirtækja. Skýringin er meðal annars aukin áhætta í hagkerfinu. Þetta má ráða af svörum fulltrúa Landsbankans og Arion banka.

Tilefnið er gagnrýni Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, á bankana fyrir að lækka ekki vexti á lánum til fyrirtækja. Sú tregða, ásamt þeirri ákvörðun að skrúfa fyrir útlán til fyrirtækja, ýki niðursveifluna í hagkerfinu.

Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki og hafa vaxtalækkanir meðal annars verið rökstuddar með falli í eftirspurn. Þá hefur Seðlabankinn bent á að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi lítið eigið fé og eftir atvikum lítinn viðnámsþrótt ef til áfalla kemur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vísar fulltrúi Landsbankans til mikillar óvissu í efnahagslífinu. „Óvissa og versnandi efnahagsástand hefur áhrif á lánskjör þar sem álag á grunnvexti getur hækkað, t.d. með aukinni áhættu innan atvinnugreinar eða versnandi afkomu viðkomandi fyrirtækis.“

Þá sagði fulltrúi Arion banka að óvissan væri „umtalsverð í efnahagslífinu og þar með áhætta við lánveitingar, sem þó er misjöfn eftir fyrirtækjum og atvinnugreinum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert