Dularfullur bor lokar hjólastíg

00:00
00:00

Þessa dag­ana er verið að fóðra og laga eina gjöf­ul­ustu heita­vatns­holu borg­ar­inn­ar við Bol­holt og við verkið er notaður stærðar­inn­ar jarðbor. Því þarf tíma­bundið að loka göngu- og hjóla­stíg­um sem liggja meðfram Kringlu­mýr­ar­braut að Lauga­vegi. Borað er niður á 764 metra dýpi þar sem vatnið er 125°.

Hol­an sem um ræðir kall­ast því vina­lega nafni RG-20, en borað var fyr­ir henni árið 1963. Varma­aflið sem fæst úr henni dug­ar til að hita upp 2.000 heim­ili á ári hverju en 10 hol­ur eru á svæðinu þar í kring. 

Bor­inn sem um ræðir heit­ir Nasi og er í eigu Rækt­un­ar­fé­lags Flóa og Skeiða en hann get­ur borað hol­ur sem eru 650 mm að þver­máli niður á 2.000 metra dýpi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um borg­ar­inn­ar hef­ur jarðbor af þess­ari stærðargráðu ekki verið verið notaður á höfuðborg­ar­svæðinu í ár­araðir. 

Bú­ist er við að fram­kvæmd­um ljúki um miðjan októ­ber en fyr­ir­tæki og heim­ili í kring hafa verið lát­in vita af mögu­legu raski og hávaða sem þeim munu óhjá­kvæmi­lega fylgja.  

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Veitna hefði verið búið sleppa 3.300.000 tonn­um af Co2 út í and­rúms­loftið hefði þurft að kynda með jarðgasi í þessi tæpu 60 ár í stað þess að nýta varmann af RG-20.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert