Einn á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild.
Einn var fluttur á slysadeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild eftir að tveir fólksbílar rákust saman við gatnamót Lönguhlíðar og Úthlíðar laust fyrir klukkan fjögur.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þurfti slökkviliðið að spenna upp eina hurð til að ná sjúklingnum út. Hann var með meðvitund og telur varðstjóri meiðsli hans ekki alvarleg.

Slökkviliðið vinnur við hreinsun á vettvangi slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka