Fyrsta baráttan innan UJ síðan 2005

Óskar Steinn og Ragna berjast um forsetastól Ungra jafnaðarmanna.
Óskar Steinn og Ragna berjast um forsetastól Ungra jafnaðarmanna. Ljósmynd/Samsett

Ungir jafnaðarmenn kjósa sér nýjan forseta annað kvöld í fyrsta sinn síðan 2009, en síðan þá hefur verið sjálfkjörið í embættið. Tvö eru í framboði, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrv. ritari Samfylkingarinnar, og Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Mikil spenna er fyrir forsetakjörinu annað kvöld enda herma heimildir mbl.is að það hafi ekki verið almennileg kosningabarátta innan UJ síðan 2005. Um 50 manns eru skráðir á landsþing UJ sem fram fer í Mörkinni 6 á morgun en um 350 manns eru á kjörskrá.

Kosið verður rafrænt annað kvöld og úrslit tilkynnt. Þinginu lýkur síðan með ræðu nýkrýnds forseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka