Fyrsta baráttan innan UJ síðan 2005

Óskar Steinn og Ragna berjast um forsetastól Ungra jafnaðarmanna.
Óskar Steinn og Ragna berjast um forsetastól Ungra jafnaðarmanna. Ljósmynd/Samsett

Ung­ir jafnaðar­menn kjósa sér nýj­an for­seta annað kvöld í fyrsta sinn síðan 2009, en síðan þá hef­ur verið sjálf­kjörið í embættið. Tvö eru í fram­boði, Óskar Steinn Jón­ínu­son Ómars­son, fyrrv. rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ragna Sig­urðardótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Mik­il spenna er fyr­ir for­seta­kjör­inu annað kvöld enda herma heim­ild­ir mbl.is að það hafi ekki verið al­menni­leg kosn­inga­bar­átta inn­an UJ síðan 2005. Um 50 manns eru skráðir á landsþing UJ sem fram fer í Mörk­inni 6 á morg­un en um 350 manns eru á kjör­skrá.

Kosið verður ra­f­rænt annað kvöld og úr­slit til­kynnt. Þing­inu lýk­ur síðan með ræðu nýkrýnds for­seta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert