Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flytur sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands sem haldinn verður í dag.
Fundurinn er að frumkvæði Eista sem sæti eiga í öryggisráðinu um þessar mundir, að því er fram kemur í tilkynningu.
Fundurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum hér fyrir neðan.