Áhersla á hlýju í Reykjanesbæ

00:00
00:00

Íbúar í Reykja­nes­bæ eru nú hvatt­ir til að skrifa und­ir sátt­mála um að efla hlýju og já­kvæðni í sam­fé­lag­inu með það sér­stak­lega að mark­miði að styðja fólk sem reyn­ist áskor­un að taka þátt í sam­fé­lags­heild­inni. All­ir með! nefn­ist átakið og hófst und­ir­rit­un­in með til­komu­mik­illi at­höfn í knatt­spyrnu­höll­inni í bæn­um í gær. 

Í sátt­mál­an­um seg­ir:

Ég mun leggja mig sér­stak­lega fram um að:

  • Bera virðingu fyr­ir fólki og taka til­lit til annarra.
  • Ein­blína á það já­kvæða og góða í sam­ferðafólki mínu.
  • Láta mig aðra varða og gefa þeim tæki­færi til þess að vera hluti af sam­fé­lags­heild­inni. 
  • Styðja sér­stak­lega þá sem reyn­ist það meiri áskor­un en öðrum að taka þátt í sam­fé­lag­inu.
  • Rækta já­kvæð tengsl við fjöl­skyldu, vini, sam­starfs­fólk og ná­granna og stuðla þannig að ham­ingju minni og vellíðan, sem og annarra.

Hægt er að skrifa und­ir hér.

Í dag hafa á fimmta hundrað manns skrifað und­ir. En á næst­unni verður heil­miklu varið til verk­efn­is­ins í sam­fé­lag­inu sem hef­ur orðið illa úti vegna efna­hags­legra af­leiðinga af far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Ung­menna­fé­lög­in Kefla­vík og Njarðvík munu leiða verk­efnið áfram og stýra kynn­ing­um á öllu íþrótta- og tóm­stund­a­starfi í sveit­ar­fé­lag­inu. Gert er ráð fyr­ir að út­bú­in verði 70 kynn­ing­ar­mynd­bönd um allt íþrótta- og tóm­stund­astarf.

Í mynd­skeiðinu má sjá mynd­ir sem tekn­ar voru við und­ir­rit­un­ina sem hleyptu átak­inu af stað.

Fræðsla og þjálf­un þeirra sem vinna með grunn­skóla­börn­um

Fé­lags­málaráðuneytið styrk­ir verk­efni en um 6.000 ein­stak­ling­ar, eða hátt í 30% íbúa Reykja­nes­bæj­ar, munu fá fræðslu, þjálf­un og mennt­un í gegn­um verk­efnið frá um 60 mis­mun­andi starfs­stöðum sem koma að barn­a­starfi í sveit­ar­fé­lag­inu. Dans­kenn­ar­ar, skáta­for­ingj­ar, barna­vernd­ar­starfs­menn, stuðnings­full­trú­ar og allt þar á milli. 

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirritar sáttmálann.
Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, und­ir­rit­ar sátt­mál­ann. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert