Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk hefur verið seldur til hrossaræktenda í Danmörku.
Hann hefur staðist læknisskoðun og gengið verður endanlega frá kaupunum á næstu vikum.
Kaupendurnir stefna að því að flytja hann út í haust. Verðið er ekki gefið upp.