Öflug hola við Bolholt endurnýjuð

Holan er ein af tíu borholum á Laugarnessvæðinu, sem er …
Holan er ein af tíu borholum á Laugarnessvæðinu, sem er lághitasvæði mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að byrja borun vegna endurnýjunar borholu við Bolholt eftir helgi. Borinn Nasi, í eigu Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, er kominn á staðinn og síðustu daga hefur verið unnið að undirbúningi á staðnum.

Framkvæmdin mun hafa töluvert rask og hávaða í för með sér og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar og Laugavegar, hefur verið lokað tímabundið

Borholan er frá 1963 og er ein sú gjöfulasta sem Veitur hafa til umráða, en holan hefur varmaafl sem getur hitað upp um 2.000 hús á ári sem er svipaður fjöldi og er í Vestmannaeyjabæ. Nú er svo komið að þrenging er í holunni og hrun sem veldur því að dregið hefur úr afköstum. Því er nauðsynlegt að fara í framkvæmdina til að rýma, hreinsa og fóðra holuna áður en hún verður endurvirkjuð fyrir næsta vetur, segir á heimasíðu Veitna. Borholan er 764 metrar á dýpt, sem er á við tíu Hallgrímskirkjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert