Róbert Spanó hitti Erdogan

Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti …
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, á forsetaskrifstofunni í Ankara. AFP

Ró­bert Spanó, hinn ís­lenski for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, átti í gær fund með Er­dog­an for­seta Tyrk­lands, á skrif­stofu hans í An­kara.

Frétt­ir um að Ró­bert muni í ferðinni þiggja heiðurs­doktors­nafn­bót við há­skól­ann í Ist­an­búl hafa vakið gagn­rýni vegna þess hvernig tyrk­nesk stjórn­völd hafa komið fram við fjölda kenn­ara og fræðimanna við skól­ann. Hafa á annað hundrað þeirra verið rekn­ir eft­ir að til­raun var gerð til vald­aráns í land­inu fyr­ir fjór­um árum.

Gagn­rýn­end­um þykir skjóta skökku við gagn­vart gild­um og niður­stöðum dóm­stóls­ins að for­seti hans taki við heiður­s­nafn­bót frá rík­is­rekn­um há­skóla í Tyrklandi. Meh­met Alt­an, hag­fræðipró­fess­or sem var fang­elsaður í kjöl­far vald­aránstilraun­ar­inn­ar, benti á að dóms­mál sem hann og fleiri hafa höfðað gegn há­skól­an­um færu lík­lega fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og Ró­bert yrði þá með heiður­s­nafn­bót frá varn­araðilan­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert