Smöluðu úr 600 metrum

Hér kemur fé til Skógaréttar í Reykjahverfi.
Hér kemur fé til Skógaréttar í Reykjahverfi. Ljósmynd/Atli Vigfússon

„Þetta gekk alveg þokkalega,“ sagði gangnaforinginn Sæþór Gunnsteinsson í Aðaldal um smalamennsku við Þeistareykjaafrétt í gær en appelsínugul viðvörun vegna hríðarveðurs tók gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi í gærkvöldi.

„Það var náttúrulega mjög lélegt skyggni og mikil úrkoma. Við vorum með hörku mannskap og gerðum það sem við ætluðum okkur sem var að smala landið þar sem það er hæst sem er í svona 600 metrum,“ sagði Sæþór í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að göngumenn hefðu haft skamman tíma til að reka féð.

„Viðvörunin kom ekki fyrr en seinni partinn á þriðjudag. Við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara komumst það ekki. Þetta var svona neyðaraðgerð. Við vorum með hjól, hunda, menn og allt. Við náðum að koma fénu neðar í landið þar sem veðrið verður kannski skárra. Svo vitum við ekkert hvað gerist, við verðum bara að bíða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert