Aðeins 34 sentimetrum frá nýrri bifreið

Guðmundur Torfason stendur í miðjunni með sín sigurlaun.
Guðmundur Torfason stendur í miðjunni með sín sigurlaun. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Torfa­son, fyrr­ver­andi fót­bol­takappi, var hárs­breidd frá því að vinna Mercedes Benz-bif­reið á mót­inu Draum­höggið á Nes­inu.

Mótið var haldið af Ein­herja fyr­ir þá sem hafa farið holu í höggi á þessu ári. Þeir sem end­ur­tækju leik­inn á mót­inu áttu kost á að eign­ast nýja bif­reið.

Á face­booksíðu Ein­herja kem­ur fram að bolti Guðmund­ar endaði aðeins 34 senti­metr­um frá hol­unni en alls tóku 75 manns þátt í mót­inu, en Rúv greindi einnig frá. 

Kepp­end­ur máttu aðeins nota eitt högg og var keppt á ann­arri holu Nesvall­ar á Seltjarn­ar­nesi, að sögn Guðmund­ar Óskars­son­ar, for­manns Ein­herja­klúbb­ins. Stressið var tölu­vert hjá kepp­end­um enda hafði bif­reiðinni verið stillt upp við teig­inn. 

Hann seg­ir þetta mikla covid-ár hafa verið óvenju­legt í golf­inu því alls hafa 92 at­vik vegna holu í höggi verið skráð hjá klúbbn­um á þessu ári. Venju­lega eru þau um 130 á hverju ári en þá eru tald­ir með spil­ar­ar sem fara til Flórída og Spán­ar. Hol­urn­ar í höggi hafa því verið mun fleiri hér­lend­is en áður vegna kór­ónu­veirunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka