Berast um 100 umsóknir á dag

Í sumar barst Skattinum 79% fleiri umsóknir en á sama …
Í sumar barst Skattinum 79% fleiri umsóknir en á sama tímabili í fyrra þar sem óskað var eftir að færa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar af endurfjármögnuðu láni og yfir á nýtt lán.

Í sum­ar bár­ust Skatt­in­um 79% fleiri um­sókn­ir en á sama tíma­bili í fyrra þar sem óskað var eft­ir að færa skatt­frjálsa ráðstöf­un sér­eign­ar­sparnaðar af end­ur­fjármögnuðu láni og yfir á nýtt lán.

Aukn­ing­in gef­ur til kynna að fjöl­marg­ir nýti sér þau lægri vaxt­ar­kjör sem bjóðast nú og end­ur­nýi hús­næðislán sín.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Skatts­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Þessi stór­aukni fjöldi um­sókna hef­ur lengt af­greiðslu­tím­ann, og hef­ur af­greiðslu­tími um­sókna í ein­hverj­um til­vik­um teygt sig í 12 vik­ur, en er alla jafna styttri. Þó ber að nefna að af­greiðslu­tími um­sókna á það til að lengj­ast lít­il­lega vegna sum­ar­leyfa.

Í ág­úst og það sem af er sept­em­ber hafa um 100 um­sókn­ir borist á hverj­um degi, og eins og staðan er núna eru tæp­lega 3.500 um­sókn­ir til af­greiðslu.

Auk­inn kraft­ur hef­ur verið sett­ur í af­greiðsluna og von­ir standa til þess að af­greiðslu­tími stytt­ist ört á næst­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert