Nú þegar snjóað hefur í fjöll og dregið í fjallaslóða á Austurlandi, er ekki greið leið til hreindýraveiða og sýni á fjöllum mjög af skornum skammti.
Hreindýraveiðimenn sem bíða eftir að gefi aftur til veiðanna taka sér ýmislegt fyrir hendur í fásinninu.
Þessir veiðimenn sem dokuðu á Vaðbrekku eftir að aftur gæfi til ferðalaga á fjöll, nýttu tímann til að gera þessa myndarlegu snjókarla.
Þeir höfðu á orði að gott væri að miða við að þegar þeir færu að bráðna væri aftur orðið fært á fjallið.