Biðu færis og bjuggu til snjókarla

Snjókarlarnir voru hinir myndarlegustu.
Snjókarlarnir voru hinir myndarlegustu. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Nú þegar snjóað hef­ur í fjöll og dregið í fjalla­slóða á Aust­ur­landi, er ekki greið leið til hrein­dýra­veiða og sýni á fjöll­um mjög af skorn­um skammti.

Hrein­dýra­veiðimenn sem bíða eft­ir að gefi aft­ur til veiðanna taka sér ým­is­legt fyr­ir hend­ur í fás­inn­inu.

Þess­ir veiðimenn sem dokuðu á Vaðbrekku eft­ir að aft­ur gæfi til ferðalaga á fjöll, nýttu tím­ann til að gera þessa mynd­ar­legu snjó­karla.

Þeir höfðu á orði að gott væri að miða við að þegar þeir færu að bráðna væri aft­ur orðið fært á fjallið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert