Björguðu manni úr sjónum við Hörpu

Einstaklingurinn var í sjónum á bak við tónleikahúsið Hörpu.
Einstaklingurinn var í sjónum á bak við tónleikahúsið Hörpu. mbl.is/Árni Sæberg

Rétt fyr­ir klukk­an tíu í kvöld barst slökkviliðinu til­kynn­ing um meðvit­und­ar­laus­an ein­stak­ling sem lægi í sjón­um á bak við Hörpu í Reykja­vík­ur­höfn. Slökkvilið og lög­regla komu á staðinn og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins var ein­stak­lingn­um bjargað úr sjón­um fimmtán mín­út­um eft­ir að til­kynn­ing barst. 

Slökkviliðið sendi körfu­bíl, kafara­bíl, slökkvi­bíl og sjúkra­bíl ásamt dágóðum mann­skap. Bæði lög­regla og mann­skap­ur frá slökkviliðinu fór fljótt í sjó­inn til þess sem þar lá og héldu hon­um á floti þar til mögu­legt var að hífa hann upp með körfu­bíl. 

Ein­stak­ling­ur­inn var ekki langt úti í sjó held­ur við grjót­g­arðinn. Hann var kom­inn aft­ur til meðvit­und­ar þegar viðbragðsaðilar náðu hon­um upp úr. Í kjöl­farið var hann flutt­ur á bráðamót­töku en ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um líðan hans. 

Lík­lega var um slys að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert