Einn á slysadeild með reykeitrun

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var flutt­ur á slysa­deild eft­ir að eld­ur kom upp í íbúð í fjöl­býl­is­húsi á Sléttu­vegi í Reykja­vík um níu­leytið í morg­un.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu hafði eld­ur kviknað út frá potti og þegar slökkviliðið kom á staðinn var reyk­ur kom­inn fram á stiga­gang­inn.

Reykkafar­ar voru send­ir inn í íbúðina. Þar var einn inni sem var flutt­ur á slysa­deild með reyk­eitrun.

Verk­efnið tók um eina klukku­stund. Fyrst var allt til­tækt slökkvilið sent á vett­vang en á end­an­um sinntu tvær stöðvar reykræst­ingu í íbúðinni og sam­eign­inni.

Aðrir íbú­ar fjöl­býl­is­húss­ins voru beðnir að halda kyrru fyr­ir í sín­um íbúðum á meðan reykræst var.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert