Eitt nýtt innanlandssmit

Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Eitt nýtt inn­an­lands­smit greind­ist á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í gær. Viðkom­andi var utan sótt­kví­ar við grein­ingu. 

Fjög­ur smit greind­ust við landa­mæra­skimun í gær og er beðið eft­ir niður­stöðum úr mót­efna­mæl­ingu hjá öll­um. 

Þetta kem­ur fram á covid.is. 

Alls eru nú 88 ein­stak­ling­ar í ein­angr­un og 375 í sótt­kví.

Alls voru 576 ein­kenna­sýni tek­in af Íslenskri erfðagrein­ingu og sýkla-og veiru­fræðideild spít­al­ans í gær. 1.160 sýni voru tek­in við landa­mæra­skimun og 83 í ann­arri skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert