Fjölgar hótelsvítum í Grímsborgum

Ólafur Laufdal ásamt Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra.
Ólafur Laufdal ásamt Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmd­ir hefjast á næst­unni við 600 fer­metra stækk­un Hót­els Gríms­borga í Gríms­nesi þar sem verða alls 10 hót­elsvít­ur.

Í dag er rúm fyr­ir 240 gesti á hót­el­inu, sem er fimm stjörnu staður og þæg­ind­in í fyr­ir­rúmi, rétt eins og gest­ir kalla eft­ir. „Við erum vel sett al­veg út árið,“ seg­ir Ólaf­ur Lauf­dal veit­ingamaður í Gríms­borg­um í Morg­un­blaðinu í dag. Þétt er bókað á hót­el­inu al­veg út líðandi ár og margt spenn­andi á döf­inni.

Bak­slag í ferðaþjón­ust­unni er því ekki al­gilt og þar minn­ir Ólaf­ur á að Gríms­borg­ir hafi skýra sér­stöðu. Þangað sæki til dæm­is gjarn­an fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra, Íslend­ing­ar sem vilji skapa góðar minn­ing­ar.

Hótel Grímsborgir í Grímsnesi.
Hót­el Gríms­borg­ir í Gríms­nesi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert