Gengu lengra en rakningarteymi fór fram á

Starfsmaður­inn í eld­húsi Foss­vogs­skóla sem greind­ist með kór­ónu­veiruna var í sótt­kví þegar hann greind­ist með veiruna.

Viðkom­andi mætti í vinnu á mánu­dag og þriðju­dag og taldi sig ekki sýna ein­kenni, en að mati skóla­stjóra virt­ist starfsmaður­inn slapp­leg­ur. Á þriðju­dags­kvöld fékk starfsmaður­inn til­kynn­ingu um að vin­ur hans hafi greinst með veiruna, og fór viðkom­andi þess vegna í sótt­kví.

Þetta staðfest­ir Helgi Gríms­son, sviðstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Ekk­ert smit náð að dreifa sér inn­an skóla

Starfsmaður­inn greind­ist með veiruna á fimmtu­dags­kvöld, en til að ganga úr skugga um að smit dreifðist ekki í skól­an­um var ákveðið að þrír aðrir starfs­menn, sem höfðu unnið náið með viðkom­andi, færu líka í sótt­kví.

Helgi seg­ir að gengið hafi verið lengra en rakn­ing­ar­t­eymi fór fram á. Reynt var að ná í starfs­menn skól­ans sem höfðu verið í sam­neyti við þann smitaða frá því á mánu­dag.

Smitrakn­ingu lauk á föstu­dags­morg­un og eng­in fleiri smit hafa komið upp í tengsl­um við málið. Skóla­hald í Foss­vogs­skóla mun ekki rask­ast vegna smits­ins.

Helgi kveðst ánægður með það hvernig smit­varn­ir hafa gengið í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar, en hann seg­ir að ekk­ert smit hafi náð að dreifa sér inn­an skóla hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka