Góð uppskera um allt land

Fyrsti hringurinn sleginn á akri á Þorvaldseyri þar sem grasfræi …
Fyrsti hringurinn sleginn á akri á Þorvaldseyri þar sem grasfræi var sáð með byggafbrigðinu kríu. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson

Útlit er fyr­ir góða kornupp­skeru um allt land í haust. Upp­skeru­störf eru haf­in á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um og er upp­sker­an það sem af er í meðallagi. Fleiri bænd­ur á Suður­landi eru að hefja upp­skeru­störf.

Sömu sög­una er að segja af Norður­landi en út­lit er fyr­ir betri upp­skeru í Eyjaf­irði en verið hef­ur í mörg ár. Bænd­ur eru þó hrædd­ir við áhrif lægða sem eru að ganga yfir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Upp­skeru­störf hóf­ust á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um 26. ág­úst og var þá sleg­inn 25 hekt­ara akur. Ólaf­ur Eggerts­son bóndi seg­ir að þar hafi gras­fræi verið sáð með kríu sem er fljót­sprottið byggaf­brigði. Sú blanda gefi góða raun. „Byggið var orðið gott og vel þroskað og náðist fyr­ir rign­irn­ar um dag­inn. Nú er aft­ur kom­in blíða og eft­ir dag­inn í dag verðum við kom­in með einn þriðja upp­sker­unn­ar í hús og við náum von­andi ein­hverju líka á morg­un,“ seg­ir Ólaf­ur í blaðinu íi dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert