Hafði vakað alla nóttina fyrir banaslysið

Yfirborð vegarins var blautt en hálkulaust.
Yfirborð vegarins var blautt en hálkulaust. mbl.is/​Hari

Ökumaður Peu­geot-bif­reiðar á Reykja­nes­braut ók yfir á rang­an veg­ar­helm­ing og í veg fyr­ir Kia-bif­reið sem kom á móti með þeim af­leiðing­um að farþegi bif­reiðar­inn­ar, sem var ekki spennt­ur í bíl­belti, lést. Senni­lega sofnaði ökumaður­inn við akst­ur­inn en hann hafði vakað alla nótt­ina fyr­ir slysið. At­vikið átti sér stað í októ­ber árið 2018 en skýrsla sem leiðir ástæðu bana­slyss­ins í ljós var birt í vik­unni. 

Slysið varð und­ir morg­un hinn 28. októ­ber 2018. Ökumaður Peu­geot-bif­reiðar­inn­ar kvaðst ekki muna eft­ir að hafa ekið yfir á rang­an veg­ar­helm­ing en hann hafði vakað alla nótt­ina, að því er fram kem­ur í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Ökumaður Kia-bif­reiðar­inn­ar kvaðst ekki hafa náð að bregðast við aðstæðum með því að hemla. Eng­in hemla- né skriðför sáust á veg­in­um. Árekstr­arstaður var vel greini­leg­ur á miðri ak­rein fyr­ir um­ferð til aust­urs.

Hefði senni­lega lifað slysið af ef hann hefði verið spennt­ur

Eng­inn farþegi var í Kia-bif­reiðinni en einn farþegi í Peu­geot-bif­reiðinni. Sá var ekki spennt­ur í ör­ygg­is­belti en loft­púði í mæla­borði blés út þegar slysið varð. Farþeg­inn kastaðist fram á mæla­borðið og hlaut af því ban­væna höfuðáverka. Að mati nefnd­ar­inn­ar hefði farþeg­inn senni­lega lifað slysið af hefði hann verið spennt­ur í ör­ygg­is­belti. Ökumaður­inn var spennt­ur í ör­ygg­is­belti og loft­púði í stýri blés út. Hann hlaut áverka á hné og brjóst­kassa. Ökumaður­inn í Kia-bif­reiðinni var spennt­ur í ör­ygg­is­belti og loft­púði í stýri blés út. Hann hlaut tals­verða áverka. 

Við skoðun á bif­reiðunum tveim­ur fannst ekk­ert sem skýrt get­ur or­sök slyss­ins. Sömu­leiðis er talið að öku­hraði bif­reiðanna hafi verið 80 km/​klst sem er há­marks­hraði á um­rædd­um stað. Yf­ir­borð veg­ar­ins var blautt en hálku­laust. Báðir öku­menn fóru í áfeng­is­rann­sókn og reynd­ist hún nei­kvæð. 

RÚV greindi fyrst frá því að skýrsl­an hefði verið birt í vik­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka