Harma brotið og hafa breytt verkferlum

Ráðhúsið.
Ráðhúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar og stjórn­end­ur á Holta­vegi, þar sem borg­in rek­ur skamm­tíma­vist­un fyr­ir fatlað fólk, harma að starfsmaður vist­un­ar­inn­ar hafi gerst sek­ur um al­var­legt brot gegn fatlaðri konu. Hafa þau dregið lær­dóm af mál­inu.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá vel­ferðarsviði borg­ar­inn­ar vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 2. sept­em­ber.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að verk­ferl­um hafi verið breytt um leið og grun­ur vaknaði um brot.

„All­ir verk­ferl­ar sem varða aðstoð við per­sónu­legt hrein­læti hafa verið yf­ir­farn­ir og end­ur­skoðaðir. Skýr kynja­skipt­ing hef­ur verið tek­in upp og not­end­ur fá ein­ung­is aðstoð frá starfs­mönn­um af sama kyni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Þar kem­ur einnig fram að tóm­stund­astarf hafi verið skipu­lagt upp á nýtt til að draga sem mest úr þeim aðstæðum þar sem starfs­menn eru ein­ir með not­end­um.

Sömu­leiðis er nú tryggt að nú verða ávallt tveir starfs­menn á næt­ur­vökt­um sem trygg­ir ör­yggi not­enda og starfs­manna.

„All­ir aðstand­end­ur þeirra sem dvöldu á Holta­vegi á þeim tíma sem grun­ur vaknaði um brot voru upp­lýst­ir um málið og þeir hvatt­ir til að hafa sam­band við lög­reglu ef þeir hefðu minnsta grun um að eitt­hvað hefði komið fyr­ir þeirra barn eða ung­menni í skamm­tíma­vist­un­inni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Vel­ferðarsvið Reykja­vík­ur­borg­ar og stjórn­end­ur á Holta­vegi harma að starfsmaður skamm­tíma­vist­un­ar­inn­ar hafi gerst sek­ur um svo al­var­legt brot og hafa dregið lær­dóm af mál­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka