Nokkur mál voru skráð í dagbók lögreglu í dag en á tólfta tímanum var tilkynnt innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í miðbænum. Óvíst er hvort einhverju hafi verið stolið. Tilkynnt var annað innbrot á fimmta tímanum í dag en það var í Austurbænum og var verkfærum stolið. Málið er í rannsókn.
Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í Breiðholti í dag en það var í verslun. Þjófurinn fór inn í starfsmannaherbergi og stal þar peningum. Hann er ófundinn og er málið í rannsókn.
Á þriðja tímanum í dag barst lögreglu tilkynning um mikinn olíuleka frá bifreið í Kópavogi. Bæjaryfirvöldum var tilkynnt atvikið og var starfsfólk sent á staðinn til að hreinsa.