Innbrot og þjófnaður í Reykjavík í dag

Innbrotin og ránin voru öll framin í Reykjavík.
Innbrotin og ránin voru öll framin í Reykjavík. Árni Sæberg

Nokk­ur mál voru skráð í dag­bók lög­reglu í dag en á tólfta tím­an­um var til­kynnt inn­brot í geymsl­ur í fjöl­býl­is­húsi í miðbæn­um. Óvíst er hvort ein­hverju hafi verið stolið. Til­kynnt var annað inn­brot á fimmta tím­an­um í dag en það var í Aust­ur­bæn­um og var verk­fær­um stolið. Málið er í rann­sókn. 

Þá var einnig til­kynnt um þjófnað í Breiðholti í dag en það var í versl­un. Þjóf­ur­inn fór inn í starfs­manna­her­bergi og stal þar pen­ing­um. Hann er ófund­inn og er málið í rann­sókn.  

Á þriðja tím­an­um í dag barst lög­reglu til­kynn­ing um mik­inn olíuleka frá bif­reið í Kópa­vogi. Bæj­ar­yf­ir­völd­um var til­kynnt at­vikið og var starfs­fólk sent á staðinn til að hreinsa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka