Kærður vegna annars máls en því vísað frá

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Hallur Már

Móðir fatlaðs ein­stak­lings sem sótti skamm­tíma­vist­un á Holta­vegi lagði fram kæru til lög­reglu vegna sama manns og var dæmd­ur fyr­ir al­var­legt brot gegn fatlaðri konu. Mál­inu var vísað frá.

Þetta seg­ir Ingi­björg Sig­urþórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Miðgarðs, þjón­ustumiðstöðvar Grafar­vogs og Kjal­ar­ness, sem held­ur utan um skamm­tíma­vist­an­ir á veg­um borg­ar­inn­ar.

RÚV greindi fyrst frá mál­inu.  

Eft­ir að málið sem maður­inn var fund­inn sek­ur um kom upp í fyrra var fólk hvatt til að ræða við sín börn og skömmu síðar steig móðirin fram og lagði fram kær­una. Að sögn Ingi­bjarg­ar hafði móðirin áhyggj­ur og ákveðnar grun­semd­ir vegna hátt­semi hans gagn­vart barni henn­ar. Ekki þóttu vera nægi­leg rök fyr­ir þess­um grun­semd­um og var mál­inu því vísað frá.

„Við hörm­um mjög að þetta hafi komið upp,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að borg­in vilji gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að byggja upp góða og ör­ugga þjón­ustu fyr­ir þá sem koma til henn­ar.

Hún seg­ir að búið sé að skerpa á ýms­um mál­um en stærsta breyt­ing­in snúi að því að núna verða ávallt tveir starfs­menn á næt­ur­vökt­um. „Aðrir verk­ferl­ar voru til staðar en það var skerpt á þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka