Metaðsókn í læknanámið

Íslenskir stúdentar við Jessenius-læknaskólann.
Íslenskir stúdentar við Jessenius-læknaskólann. Ljósmynd/Runólfur Oddsson

Runólfur Oddsson, ræðismaður Íslands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-læknaskólans, segir 60 Íslendinga munu hefja nám við skólann í haust. Það er metfjöldi. Fyrra metið var sett í fyrra en þá hófu 53 Íslendingar nám.

Með því verða um 200 Íslendingar í námi við Jessenius-læknaskólann sem er í borginni Martin. Fjórði hver nemandi við skólann er frá Íslandi en þar eru alls um 800 erlendir nemendur. Um 120 íslenskir þreyttu inntökupróf á netinu 13. júní og 15. ágúst og mun fleiri spurðust fyrir um námið, að sögn Runólfs.

Fleiri en frá Noregi

„Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með fleiri læknanema en Norðmenn, en íslensku nemendurnir stóðu sig betur á netprófinu,“ segir Runólfur. Nú muni 46 nýnemar frá Noregi hefja nám við Jessenius-læknaskólann en 60 frá Íslandi. Eftir sem áður verða tvöfalt fleiri Norðmenn í námi við skólann en Íslendingar, eða alls um 400.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert