Metaðsókn í læknanámið

Íslenskir stúdentar við Jessenius-læknaskólann.
Íslenskir stúdentar við Jessenius-læknaskólann. Ljósmynd/Runólfur Oddsson

Run­ólf­ur Odds­son, ræðismaður Íslands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-lækna­skól­ans, seg­ir 60 Íslend­inga munu hefja nám við skól­ann í haust. Það er met­fjöldi. Fyrra metið var sett í fyrra en þá hófu 53 Íslend­ing­ar nám.

Með því verða um 200 Íslend­ing­ar í námi við Jessenius-lækna­skól­ann sem er í borg­inni Mart­in. Fjórði hver nem­andi við skól­ann er frá Íslandi en þar eru alls um 800 er­lend­ir nem­end­ur. Um 120 ís­lensk­ir þreyttu inn­töku­próf á net­inu 13. júní og 15. ág­úst og mun fleiri spurðust fyr­ir um námið, að sögn Run­ólfs.

Fleiri en frá Nor­egi

„Þetta er annað árið í röð þar sem við erum með fleiri lækna­nema en Norðmenn, en ís­lensku nem­end­urn­ir stóðu sig bet­ur á net­próf­inu,“ seg­ir Run­ólf­ur. Nú muni 46 ný­nem­ar frá Nor­egi hefja nám við Jessenius-lækna­skól­ann en 60 frá Íslandi. Eft­ir sem áður verða tvö­falt fleiri Norðmenn í námi við skól­ann en Íslend­ing­ar, eða alls um 400.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert