Ný slökkvistöð í notkun á Hellu

Nýja slökkvistöðin er í húsi sem keypt var á Hellu …
Nýja slökkvistöðin er í húsi sem keypt var á Hellu og innréttað fyrir slökkvilið. Aðstaða slökkviliðsins stórbatnar við flutning þangað.

Bruna­varn­ir Rangár­valla­sýslu hafa fært sig í nýtt og glæsi­legt hús­næði í Dyn­skál­um 49 á Hellu. Húsið er 400 fer­metr­ar að stærð og leys­ir af hólmi 120 fer­metra hús­næði sem Bruna­varn­ir hafa haft til af­nota frá ár­inu 1969.

„Þetta er bylt­ing í aðstöðu fyr­ir slökkviliðið. Starf­sem­in var fyr­ir löngu búin að sprengja utan af sér gamla hús­næðið. Það var auk þess í íbúðargötu sem er alls ekki gott þegar farið er í út­köll,“ seg­ir Hjalti Tóm­as­son sem sæti á í stjórn Bruna­varna Rangár­valla­sýslu.

Bruna­varn­ir eru í eigu þriggja sveit­ar­fé­laga og eru með aðra slökkvistöð á Hvols­velli. Nýja aðstaðan upp­fyll­ir all­ar kröf­ur sem nú eru gerðar til slökkvistöðvar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert