Ný slökkvistöð í notkun á Hellu

Nýja slökkvistöðin er í húsi sem keypt var á Hellu …
Nýja slökkvistöðin er í húsi sem keypt var á Hellu og innréttað fyrir slökkvilið. Aðstaða slökkviliðsins stórbatnar við flutning þangað.

Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa fært sig í nýtt og glæsilegt húsnæði í Dynskálum 49 á Hellu. Húsið er 400 fermetrar að stærð og leysir af hólmi 120 fermetra húsnæði sem Brunavarnir hafa haft til afnota frá árinu 1969.

„Þetta er bylting í aðstöðu fyrir slökkviliðið. Starfsemin var fyrir löngu búin að sprengja utan af sér gamla húsnæðið. Það var auk þess í íbúðargötu sem er alls ekki gott þegar farið er í útköll,“ segir Hjalti Tómasson sem sæti á í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu.

Brunavarnir eru í eigu þriggja sveitarfélaga og eru með aðra slökkvistöð á Hvolsvelli. Nýja aðstaðan uppfyllir allar kröfur sem nú eru gerðar til slökkvistöðvar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert