Nýtt hús muni fjölga iðkendum

Nýtt íþróttahús ÍR í Breiðholtinu var tekið í notkun í …
Nýtt íþróttahús ÍR í Breiðholtinu var tekið í notkun í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Íþróttafélag Reykjavíkur tók í gær formlega í notkun nýtt knattleikahús. Einnig verður í húsinu aðstaða til æfinga þeirra sem stunda frjálsar íþróttir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsótti húsið af þessu tilefni og flutti litla tölu, en við sama tækifæri var tekin skóflustunga að íþróttahúsi fyrir handbolta og körfubolta.

Dagur sagði íþróttaaðstöðuna í Breiðholti lengi hafa verið sitt hjartans mál. Hann sé mjög stoltur af því að þetta glæsilega knatthús væri nú komið í fulla notkun.

Hann sé þess viss, að þessi bætta aðstaða muni ekki aðeins fjölga iðkendum íþrótta í hverfinu heldur einnig styðja við þá sókn sem hafin sé, við að auka enn frekar frístundaþátttöku barna og unglinga í Breiðholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert