Nýtt hús muni fjölga iðkendum

Nýtt íþróttahús ÍR í Breiðholtinu var tekið í notkun í …
Nýtt íþróttahús ÍR í Breiðholtinu var tekið í notkun í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Íþrótta­fé­lag Reykja­vík­ur tók í gær form­lega í notk­un nýtt knatt­leika­hús. Einnig verður í hús­inu aðstaða til æf­inga þeirra sem stunda frjáls­ar íþrótt­ir.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri heim­sótti húsið af þessu til­efni og flutti litla tölu, en við sama tæki­færi var tek­in skóflu­stunga að íþrótta­húsi fyr­ir hand­bolta og körfu­bolta.

Dag­ur sagði íþróttaaðstöðuna í Breiðholti lengi hafa verið sitt hjart­ans mál. Hann sé mjög stolt­ur af því að þetta glæsi­lega knatt­hús væri nú komið í fulla notk­un.

Hann sé þess viss, að þessi bætta aðstaða muni ekki aðeins fjölga iðkend­um íþrótta í hverf­inu held­ur einnig styðja við þá sókn sem haf­in sé, við að auka enn frek­ar frí­stundaþátt­töku barna og ung­linga í Breiðholti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert