Ofsaþreyta og orkuleysi

Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga.
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. mbl.is/Ásdís

„Ein­kenni á ME er meðal ann­ars ofsaþreyta og minnk­andi orku­stig, þannig að fólk get­ur ekki unnið. Miðað við það sem við vit­um og vit­um ekki um ME, þá velt­um við því fyr­ir okk­ur hvort Covid sé einn af þeim þátt­um sem setja ME-sjúk­dóm­inn í gang.“

Þetta seg­ir Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­lækn­inga, í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem út kom í dag.

„Það veit í raun eng­inn nóg um þenn­an sjúk­dóm,“ seg­ir Már og seg­ir lækna er­lend­is vera að skoða hvort tengsl geti verið þar á milli. Már seg­ir ekki að undra að fólk ótt­ist það í kjöl­far veiru­sýk­ing­ar að að fá ME-sjúk­dóm­inn, sem stund­um hef­ur verið kallaður síþreyta á ís­lensku, þó síþreyta sé í raun aðeins eitt ein­kenna sjúk­dóms­ins. Eng­in lækn­ing hef­ur fund­ist við sjúk­dómn­um þótt margt sé gert til að lina þján­ing­ar og minnka ein­kenni.

„En það er einnig til fyr­ir­bæri sem nefn­ist Post Viral Fatigue og má ekki rugla sam­an við ME. Þá er oft miðað við að ein­kenn­in vari allt að sex mánuðum eft­ir veiru­sýk­ing­una. En ef ein­kenn­in fara um­fram þann tíma, þá upp­fylla þau skil­yrði á skil­grein­ingu ME,“ seg­ir Már og nefn­ir að þegar lengri tími er liðinn verði hægt að skilja bet­ur af­leiðing­ar kór­ónu­veirunn­ar og hvort hún valdi ME-sjúk­dóm­in­um.

Annað sem veld­ur lækn­um nokkr­um heila­brot­um er heilaþoka sem fólk tel­ur upp sem eitt af ein­kenn­um Covid; jafn­vel hálfu ári síðar. „Við erum öll að hrörna al­veg frá tví­tugu,“ seg­ir Már og bæt­ir við að kór­ónu­veiru­sýk­ing geti í raun hraðað þess­ari heila­hnign­un, sem sé þá hugs­an­lega óaft­ur­kræf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert