Ragna Sigurðardóttir nýr forseti UJ

Ragna Sigurðardóttir, nýr forseti UJ.
Ragna Sigurðardóttir, nýr forseti UJ. Ljósmynd/Aðsend

Ragna Sig­urðardótt­ir var í kvöld kjör­in nýr for­seti Ungra jafnaðarmanna (UJ). Óskar Steinn Jón­ínu­son Ómars­son bauð sig einnig fram til for­seta en ár­legt landsþing UJ var haldið í sal Ferðafé­lags Íslands í Mörk­inni í dag. 

„Heims­far­ald­ur­inn hef­ur minnt okk­ur ræki­lega á að við erum ekki bara eitt­hvert sam­an­safn af ein­stak­ling­um, held­ur erum við sam­fé­lag. Við erum háð hvert öðru. Þess vegna á hreyf­ing­in  Ungt jafnaðarfólk  brýnt er­indi við ís­lenskt sam­fé­lag. Ég hlakka því til að leggja mitt af mörk­um til að breikka og stækka hreyf­ing­una. Við ger­um þetta sam­an og ég er þakk­lát að fá að leiða þessa vinnu næstu tvö árin,“ sagði Ragna þegar hún ávarpaði fund­inn.

Landsþings­full­trú­ar völdu sér einnig nýja full­trúa í fram­kvæmda­stjórn og miðstjórn. Í fram­kvæmda­stjórn voru kjör­in Al­dís Mjöll Geirs­dótt­ir, Al­ex­andra Ýr van Er­ven, Mar­grét Stein­unn Bene­dikts­dótt­ir, Ólaf­ur Kjaran Árna­son, Ragn­heiður Hulda Önnu­dótt­ir Dags­dótt­ir, Sindri Freyr Ásgeirs­son og Þorgrím­ur Kári Snæv­arr.

Í miðstjórn UJ voru kjör­in Ágúst Arn­ar Þrá­ins­son, Alondra V.V. Silva Munoz, Ásmund­ur Jó­hann­son, Ei­rík­ur Búi Hall­dórs­son, Helgi Reyr Auðar­son Guðmunds­son, Ída Finn­boga­dótt­ir, In­ger Erla Thomsen, Sigrún Jóns­dótt­ir, Sig­urður Ingi Ricar­do Guðmunds­son, Sonja Björg Íris­ar Jó­hanns­dótt­ir, Tóm­as Guðjóns­son og Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert