Ragna Sigurðardóttir nýr forseti UJ

Ragna Sigurðardóttir, nýr forseti UJ.
Ragna Sigurðardóttir, nýr forseti UJ. Ljósmynd/Aðsend

Ragna Sigurðardóttir var í kvöld kjörin nýr forseti Ungra jafnaðarmanna (UJ). Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson bauð sig einnig fram til forseta en árlegt landsþing UJ var haldið í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í dag. 

„Heimsfaraldurinn hefur minnt okkur rækilega á að við erum ekki bara eitthvert samansafn af einstaklingum, heldur erum við samfélag. Við erum háð hvert öðru. Þess vegna á hreyfingin  Ungt jafnaðarfólk  brýnt erindi við íslenskt samfélag. Ég hlakka því til að leggja mitt af mörkum til að breikka og stækka hreyfinguna. Við gerum þetta saman og ég er þakklát að fá að leiða þessa vinnu næstu tvö árin,“ sagði Ragna þegar hún ávarpaði fundinn.

Landsþingsfulltrúar völdu sér einnig nýja fulltrúa í framkvæmdastjórn og miðstjórn. Í framkvæmdastjórn voru kjörin Aldís Mjöll Geirsdóttir, Alexandra Ýr van Erven, Margrét Steinunn Benediktsdóttir, Ólafur Kjaran Árnason, Ragnheiður Hulda Önnudóttir Dagsdóttir, Sindri Freyr Ásgeirsson og Þorgrímur Kári Snævarr.

Í miðstjórn UJ voru kjörin Ágúst Arnar Þráinsson, Alondra V.V. Silva Munoz, Ásmundur Jóhannson, Eiríkur Búi Halldórsson, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson, Ída Finnbogadóttir, Inger Erla Thomsen, Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Ingi Ricardo Guðmundsson, Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir, Tómas Guðjónsson og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert