Reyndi að slá vagnstjóra með áfengisflösku

Strætisvagnar.
Strætisvagnar. mbl.is/Valli

Ofurölvi kona var hand­tek­in í stræt­is­vagni í hverfi 105  laust fyr­ir klukk­an sjö í gær­kvöldi grunuð um lík­ams­árás og fleiri brot. Hún er grunuð um að hafa ráðist á vagn­stjór­ann og reynt að slá hann með áfeng­is­flösku.

Kon­an var vistuð fyr­ir rann­sókn máls­ins í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar, að því er kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Rúm­lega eitt hundrað mál voru skráð í dag­bók­ina á milli klukk­an 17 og 5 í nótt og var mikið um hávaðatil­kynn­ing­ar. Sam­tals voru sjö vistaðir í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar.

Lögregluþjónar að störfum í miðborginni.
Lög­regluþjón­ar að störf­um í miðborg­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Brutu regl­ur um fjölda­sam­komu

Á Granda var brotið gegn regl­um um fjölda­sam­komu. Þegar lög­regl­an kom á staðinn klukk­an hálft­vö voru um 100 manns inni á veit­ingastað og var þétt setið en verið var að halda upp á af­mæli.

Til­kynnt var um um­ferðaró­happ í hverfi 105 um fimm­leytið í gær. Ökumaður­inn er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Um svipað leyti var bif­reið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaður­inn er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna, ít­rekaðan akst­ur svipt­ur öku­rétt­ind­um og brot á vopna­lög­um.

Ell­efu öku­menn til viðbót­ar voru stöðvaðir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna eða áfeng­is.

Í Árbæn­um var til­kynnt um sex­leytið í gær­kvöldi um inn­brot og þjófnað í íbúð. Farið var inn og stolið verðmæt­um, þar á meðal sjón­varpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka