Segir þörf á skýrri stefnu stjórnvalda

Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Friðrik Már Bald­urs­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, seg­ir þörf á skýrri stefnu stjórn­valda í tengsl­um við áfram­hald­andi aðgerðir og viðbrögð vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Friðrik skrifaði í færslu á Face­book að til bóta væri ef stjórn­völd tækju af skarið og greindu frá því hvert verið er að stefna.

Í sam­tali við mbl.is  seg­ir Friðrik að til umræðu hafi verið tvær meg­in­sviðsmynd­ir.

„Það er ann­ars veg­ar sú hug­mynd að við get­um kveðið niður veiruna, náð þeirri stöðu að hér séu eng­in smit eins og var í vor, haft landa­mær­in lokuð svo það komi ekk­ert smit inn í landið, og svo tekið aft­ur upp lífið eins og það var fyr­ir far­ald­ur­inn. Fólk get­ur farið í vinnu, rækt­ina, á tón­leika og nem­end­ur geta mætt í skól­ann,“ seg­ir Friðrik.

Þá seg­ir hann hina sviðsmynd­ina vera að tak­mark­an­ir á landa­mær­um verði rýmkaðar upp að vissu marki og á sama tíma verði áfram í gildi ein­hverj­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands.

Veiru­laust Ísland út­ópía

Friðrik seg­ist sjálf­ur telja hug­mynd­ina um veiru­laust Ísland út­ópíu.

„Ég held að við mun­um alltaf þurfa að viðhafa ein­hverj­ar tak­mark­an­ir á meðan veir­an get­ur kom­ist hingað á annað borð eða er í sam­fé­lag­inu og það er nán­ast úti­lokað að koma al­veg í veg fyr­ir það,“ seg­ir Friðrik.

„Ég hef það á til­finn­ing­unni að yf­ir­völd séu að fikra sig í átt að því að finna regl­ur hérna inn­an­lands sem eru eins væg­ar og hægt er, en þó þannig að við höld­um okk­ur inn­an við þessi mörk, að smitstuðull­inn sé inn­an við einn,“ seg­ir Friðrik og bæt­ir við að skýr stefna stjórn­valda myndi ein­falda margt.

Hann tek­ur há­skóla­nema sem dæmi og seg­ir að það sé mun gagn­legra fyr­ir þann hóp sam­fé­lags­ins að vita strax hvort námið fari fram í fjar­kennslu út önn­ina eða ekki til að draga úr óvissu. Svipað gild­ir um þá sem starfa í at­vinnu­rekstri. „Ef skýr stefna kæmi fram væri hægt að gera ráðstaf­an­ir til sam­ræm­is við það og jafn­framt rök­ræða kosti og galla.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka