Skoða 15 kynferðisbrotamál gegn fötluðum konum

mbl.is/Ófeigur

15 kynferðisbrotamál gegn fötluðum konum hafa borist réttindagæslumönnum fatlaðs fólks á rúmu einu og hálfu ári. Í þremur málanna hafa fallið dómar en í tveimur þeirra mála voru gerendur starfsfólk í þjónustu við fatlaða. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. 

120 ofbeldismál hafa verið til meðferðar hjá réttindagæslumönnum það sem af er ári og í fyrra, að sögn Auðar Finnbogadóttur réttindagæslumanns. Hún sagði að skortur væri á úrræðum sem fatlað fólk gæti leitað í væri brotið á því. Þá sagði Auðir fátítt að mál sem þessi næðu inn fyrir dyr dómstóla.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá var karlmaður á fimmtugsaldri nýverið sakfelldur fyr­ir að brjóta kyn­ferðis­lega gegn þroska­hamlaðri konu í starfi sínu á skamm­tíma­vist­un fyr­ir fatlaða hjá Reykja­vík­ur­borg.

Móðir fatlaðs ein­stak­lings sem sótti sömu skamm­tíma­vist­un lagði fram kæru til lög­reglu vegna sama manns. Mál­inu var vísað frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert