Einn heppinn miðahafi vann fyrsta vinning Lottósins í kvöld, tæpar 50 milljónir. Miðinn var seldur í áskrift. Þá gekk annar vinningur einnig út en hann var um 750.000 krónur og keypti hinn heppni miðann á lotto.is.
Enginn var með fimm réttar jókertölur í röð en tvær milljónir voru í boði fyrir rétta ágiskun. Sex skiptu með sér vinningi fyrir fjórar réttar jókertölur í röð og fengu 100.000 hver. Fjórir miðanna voru seldir í áskrift, einn í N1 Fossvogi og einn í Krambúðinni Mávahlíð.