Víða bjartviðri í dag

Sólin mun skína víða á landinu í dag.
Sólin mun skína víða á landinu í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er breyti­legri átt, 3-8 metr­um á sek­úndu og víða bjartviðri, en norðvest­an 8-13 m/​s aust­ast fram á há­degi.

Suðaust­an 5-10 og þykkn­ar upp vest­an­til með dá­lít­illi rign­ingu í kvöld, en hvass­ara verður á norðan­verðu Snæ­fellsnesi.

Hiti verður á bil­inu 7 til 13 stig að deg­in­um.

Geng­ur í sunn­an 10-18 m/​s í nótt, hvass­ast í vind­strengj­um norðvest­an­til. Rign­ing verður í flest­um lands­hl­um, tals­verð úr­koma sunn­an- og vest­an­lands, en úr­komu­lítið um landið norðaust­an­vert fram á kvöld.

Hiti verður 8 til 16 stig, hlýj­ast á Norðaust­ur­landi.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert