Á 141 km hraða með nokkurra daga gamalt skírteini

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Bif­reið var stöðvuð í Kópa­vogi upp úr klukk­an hálft­vö í nótt eft­ir að hafa verið mæld á 141 km hraða á klukku­stund þar sem leyfður há­marks­hraði við bestu aðstæður er 80 km/​klst.

Ökumaður­inn var með nokk­urra daga gam­alt öku­skír­teini sem hann má bú­ast við að missa í kjöl­farið.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði fjölda öku­manna í gær­kvöldi og í nótt vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna.

Þá var tölu­vert um út­köll vegna sam­kvæm­is­há­vaða í heima­hús­um í öll­um hverf­um, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar.

Í miðborg­inni var einn hand­tek­inn upp úr klukk­an hálfeitt grunaður um lík­ams­árás. Hann var vistaður í fanga­klefa.

Um ell­efu­leytið í gær­kvöldi var til­kynnt um inn­brot í bif­reið í Árbæn­um og um klukku­tíma áður var til­kynnt um rúðubrot í sama hverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka