Brottfallið meira hér en annars staðar

Þótt brottfall nemenda sé meira hér en erlendis er kerfið …
Þótt brottfall nemenda sé meira hér en erlendis er kerfið miklu sveigjanlegra. Einnig hefur verið auðveldara að fá vinnu mbl.is/Hari

Hvergi á Norður­lönd­um er brott­fall úr fram­halds­skól­um meira en hér á landi. Einn af þing­mönn­um Hægri flokks­ins í Nor­egi, Mari­anne Synn­es Emblem­svåg, hef­ur orð á þessu í grein um stöðu þess­ara mála í nor­rænu lönd­un­um. Grein­in birt­ist á mánu­dag­inn í vef­rit­inu Ut­d­ann­ingsnytt.

Í grein­inni er sagt að brott­fallið hér á landi sé um 18 pró­sent. Í öðrum nor­ræn­um lönd­um sé það inn­an við tíu pró­sent. Í Nor­egi hafi það verið 17,4 pró­sent fyr­ir ára­tug en tek­ist hafi að minnka það og sé það nú 9,9 pró­sent, álíka og í Dan­mörku. Brott­hvarf sé aft­ur á móti minna í Finn­landi og Svíþjóð.

Í grein­inni er sér­stak­lega vikið að kynjamun á brott­hvarf­inu. Hvergi á Norður­lönd­um sé jafn al­gengt að pilt­ar hverfi frá námi og hér á landi. Hlut­fallið sé nær 25 pró­sent, tvö­falt meira en hjá stúlk­um, og hafi verið óbreytt í ára­tug. Þetta er borið sam­an við Nor­eg og seg­ir að brott­hvarfið meðal pilta hafi verið rúm­lega 21 pró­sent fyr­ir ára­tug. Tek­ist hafi að bregðast við þessu og í fyrra hafi brott­hvarfið verið komið niður í tæp 12 pró­sent.

Fram kem­ur að þótt brott­fall sé mikið úr bók­námi sé það enn meira úr starfs­námi. Brott­fallið hafi al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir mögu­leika unga fólks­ins til að hasla sér völl í at­vinnu­líf­inu. At­vinnu­rek­end­ur kjósi yf­ir­leitt frem­ur að ráða til starfa fólk sem lokið hef­ur fram­halds­skóla­námi en það sem ein­göngu hef­ur grunn­skóla­nám að baki. Hætt sé við því að ungt fólk sem hvorki er í námi né starfi lendi utang­arðs með slæm­um af­leiðing­um fyr­ir viðkom­andi og þjóðfé­lagið í heild. Þingmaður­inn ræðir einnig ýms­ar ástæður fyr­ir brott­fall­inu og nefn­ir að æ al­geng­ara sé að ungt fólk, einkum stúlk­ur, greini frá and­leg­um erfiðleik­um. Ekki sé ljóst hvað veld­ur, en að ein­hverju leyti kunni þetta að stafa af op­in­skárri umræðu um slík mál en áður.

Kristjana Stella Blön­dal, dós­ent við fé­lags­vís­inda­svið Há­skóla Íslands, er sér­fróð um þessi mál hér á landi. Hún seg­ir að gall­inn við norsku grein­ina sé að ekki komi fram hvaðan töl­urn­ar sem þar eru birt­ar séu komn­ar né hver viðmiðunin er. Sam­an­b­urður um brott­fall á milli landa, þar á meðal Íslands og annarra nor­rænna landa, sé ýms­um ann­mörk­um háður og marg­ir aðilar að birta töl­ur um efnið, þar á meðal OECD, ESB, hag­stof­ur Norður­landa og fleiri. Það sé þó rétt að brott­hvarf úr fram­halds­skól­um sé óvenju­lega mikið hér á landi og meira en ann­ars staðar á Norður­lönd­um.

Aðstæður hér öðru­vísi

Kristjana Stella seg­ir að töl­ur sem mennta­mála­yf­ir­völd hér á landi vinni með bygg­ist á gögn­um sem Hag­stof­an hef­ur birt. Sam­kvæmt þeim er brott­fall þriggja inn­rit­un­ar­ár­ganga fram­halds­skóla frá 2009 til 2011 eft­ir fjög­ur ár 28 pró­sent fyr­ir ár­gang­inn sem hóf nám 2009, 26 pró­sent fyr­ir ár­gang­inn 2010 og 27 pró­sent fyr­ir ár­gang­inn sem hóf nám 2011. Töl­urn­ar eru svipaðar þótt miðað sé við sex ár eða sjö frá inn­rit­un í stað fjög­urra.

Við sam­an­b­urð á brott­fall­inu þarf þó að hafa í huga að aðstæður séu mjög ólík­ar hér á landi og ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Fram­halds­skóla­kerfið á Íslandi sé mjög sveigj­an­legt enda bein­lín­is ætl­ast til þess í lög­um um fram­halds­skóla. Nem­end­ur hafi aðgang að skól­un­um á öll­um aldri og vegna ein­inga­kerf­is­ins geti þeir auðveld­lega skipt um skóla og náms­svið. Þetta sé ekki raun­in í ná­granna­lönd­un­um. Áhyggju­efnið ut­an­lands sé aðallega að ungt fólk án fram­halds­skóla­mennt­un­ar fái ekki störf á vinnu­markaði og sé því hvorki í skóla né vinnu. Það ein­angrist frá þjóðfé­lag­inu og lendi utang­arðs og því fylgi marg­vís­leg fé­lags­leg vanda­mál. Hér hafi ungt fólk sem hætt­ir námi getað fengið vinnu til­tölu­lega auðveld­lega.

Krist­inn Þor­steins­son, formaður Skóla­meist­ara­fé­lags­ins, tek­ur í sama streng og Kristjana. „Sam­an­b­urður er mjög erfiður á milli landa þar sem taln­ing er ólík,“ seg­ir hann. „At­vinnu­ástand á Íslandi hef­ur ýtt und­ir brott­fall, þannig að ungu fólki hef­ur staðið til boða vinna án mennt­un­ar. Skóla­kerfið hér er mjög sveigj­an­legt og opið. Það er mjög auðvelt fyr­ir nem­end­ur að hætta og koma aft­ur. Hvergi eru starfs­námsnem­end­ur eldri en hér til að mynda.“

Krist­inn seg­ist samt ekki vilja draga úr vand­an­um. Brott­fall hér sé of hátt og við þurf­um að ná betri ár­angri og til þess sé skýr vilji hjá yf­ir­völd­um mennta­mála. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi haft áhrif og muni auka brott­fall sem sér­stök ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af þar sem þeir sem nú hætti í skóla geti ekki gengið að vinnu vísri eins og áður. Á móti komi að stjórn­völd hafi aukið fjár­veit­ing­ar til að koma fleir­um í skóla. Það vinni á móti.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 3. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka