Demantshringurinn loks opnaður

Frá opnun Demantshringsins í dag.
Frá opnun Demantshringsins í dag. Pedromyndir/Axel

Opn­un­ar­hátíð Dem­ants­hrings­ins, sem fara átti fram 22. ág­úst síðastliðinn, var hald­in í dag á Detti­foss­vegi í ná­grenni við Húsa­vík. Full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru á ­hátíðinni sem hófst með ávarpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.  

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamála-, ný­sköp­un­ar- og iðnaðarráðherra voru einnig viðstödd en ásamt Katrínu klipptu þau á á borða sem strengd­ur var yfir nýj­an Detti­foss­veg milli Detti­foss og Vest­ur­dals við Jök­uls­ár­gljúf­ur og opnuðu þar með Dem­ants­hring­inn með form­leg­um hætti.

Þórdís Kolbrún alsæl með borðann sem þau Sigurður klipptu.
Þór­dís Kol­brún al­sæl með borðann sem þau Sig­urður klipptu. Pedromynd­ir/​Axel

Dem­ants­hring­ur­inn er stór­kost­leg­ur 250 kíló­metra lang­ur hring­veg­ur á Norður­landi, en þar er að finna magnaðar nátt­úruperl­ur og skemmti­lega afþrey­ingu“, seg­ir í til­kynn­ingu frá Markaðsstofu Norður­lands um málið. 

„Með þess­ari opn­un er hægt að keyra milli Húsa­vík­ur, Goðafoss, Mý­vatns­sveit­ar, Detti­foss og Ásbyrg­is á bundnu slit­lagi en kallað hef­ur verið eft­ir þess­ari sam­göngu­bót í ár­araðir. Gamli veg­ur­inn milli Detti­foss og Ásbyrg­is var torfar­inn og ófær stór­an hluta árs­ins“, seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu um málið. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, var ánægð með dag­inn. „Dem­ants­hring­ur­inn ger­ir okk­ur kleift að heim­sækja fjölda­marg­ar nátt­úruperl­ur á ein­um degi og mun opna norðaust­ur­hornið enn bet­ur fyr­ir inn­lend­um og er­lend­um gest­um. Það var stór­kost­legt að heim­sækja Detti­foss í dag en þessi sam­göngu­bót mun verða til þess að fleiri munu heim­sækja hann og aðra stór­kost­lega staði í þess­um lands­hluta“, er haft eft­ir Katrínu í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka